Hrefna Harðardóttir

Staðsetning: Freyjugata/Óðinsgata 11

Minnismerki um (hina andlistslausu) Fósturlandsins Freyju.

Á undanförnum árum hafa formæður mínar bæði skyldar og óskyldar verið að hverfa af sjónarsviðinu. Ég hugsa mikið um afrek þeirra og lífsferil á undangenginni öld.Sumar urðu ekkjur snemma með 2 - 8 börn og aðrar fóru landshorna á milli til að fá vinnu.

Þær skildu börnin tímabundið eftir í umsjá ættmenna eða settu í varanlegt fóstur. Það hefur verið erfitt. Allar lifðu þær spart og gerðu allt sem hugsast gat til að bjarga sér og sínum og koma þaki yfir höfuðið. Ein borðaði t.d. saltfisk daglega í heila vertíð, önnur ræktaði grænmeti í hverjum fermetra í garði sínum og seldi.

Þriðja saumaði fatnað fyrir aðra á kvöldin eftir heilan dag í annarri vinnu. Þeim var einfaldlega gefið í veganesti ótrúlega mikil útsjónarsemi og dugnað.

Úr þessum jarðvegi eru langflestir Íslendingar búnir til og ég fyrir mína parta get ekki annað en verið þakklát fyrir erfiði þeirra. Þessar fósturlandsins freyjur eiga engin formleg minnismerki og því langaði mig að ramma inn persónur þeirra og verk um leið og ég þakka ævistarf sem hvergi sést neitt um og fáir muna.

Monument of (the faceless) women of my motherland.

In the resent years I have experienced the loss of many of my related and unrelated foremothers. I often think of their lives and hardship they underwent during the last century or so. Some were widows with 2-8 children but had the resourcefulness and strength to carry on and build a roof over the head of their family.

One of them had nothing but salted cod for dinner for many weeks and another was a seamstress in the evening after a full day of working in the fishfactory. I admire their ability to survive no matter what came up.

This is the soil most icelanders are brought up from, but nobody has constructed a formal monument for them.

Therefore I have made my own monument that frames their life´s work and personas and with that I am showing my appreciation and gratitude to the women of my motherland.