Guðrún Nielsen

Staðsetning: Skólavörðuholt

Skúlptúrinn „Borrowed View” tilheyrir Japönsku tehúsa seríunni frá 2005- og tengist samnefndu verki frá 2012. Heitið er tilvitnun í Japanska hugtakið „borrowed landscape“ eða fjarlægt landslag fengið að láni ....með notkun forms og lita. Samnefnt ljóð Guðrúnar, „Borrowed View 231” endurspeglar upplifun við verkið, nálgun og hreyfingu manneskjunnar í tengslum við manngert formið. Í fjarska er það ekki bjalla Daitoku-ji hofsins í Kyoto sem hljómar, heldur umhverfishljóð gamla Skólavörðuholtsins.

The sculptural installation “Borrowed View” is a part of the Japanese teahouse series from 2005- a simplified version of an earlier work. The installation refers to the Japanese expression “borrowed landscape” a technique where vistas extend beyond a structure, into the distance. The text from Gudrun’s poem “Borrowed View 231” reflects on how a person approaches and experiences the installation. It is not the Daitoku-ji bell that completes the installation rather the surrounding sound of old Skólavörðuholt.