Anna Líndal

Staðsetning: Freyjugata 29-33

Næturganga
21. Júní þátttökugjörningur

Tímalaus Vökunótt í Gróttu á
sumarsólstöðum

Að vaka og fylgjast með þegar dagur mætir degi og nóttin kemst ekki að er dýrmæt reynsla og mögnuð. Í tilefni af sýningunni Undir Berum Himni ætla ég að bjóða öllum sem langar að finna nóttina daga uppi með mér í næturgöngu. Safnast verður saman fyrir kl. 24:00 föstudaginn 21.júní í höggmyndagarði Einars Jónssonar við Hnitbjörg á Skólavörðuholti (gengið er inn í garðinn frá Freyjugötu 29-33).

Þaðan verður lagt af stað á miðnætti og gengið í gegnum Þingholtin niður í bæ. Gengið verður upp Túngötu, áfram Öldugötu að Ánanaustum þaðan liggur leiðin meðfram sjónum að Gróttu. Í Gróttu er auðvelt að tengjast tímaleysi næturbirtunnar. Gott væri ef fólk hefði með sér teppi, gott nesti og væri klætt miðað við aðstæður.

Kl. 02.55 kemur sólin aftur upp. Þá höldum við áfram göngunni meðfram sjónum. Göngum í kring um golfvöllinn á Nesinu, síðan eftir Suðurströnd, Nesveg, Ægissíðu, Suðurgötu og endum næturgönguna undir morgun í Hljómskálagarðinum.

Staðsetning: Höggmyndagarður Einars Jónssonar
við Hnitbjörg, gengið inn Freyjugötumegin.