Rakel Steinarsdóttir

Staðsetning: Kárastígur 1

Ég staldra við fyrir utan Kárastíg 1 þar sem móðir mín ólst upp fyrstu ár ævi sinnar. Heimili föður míns er ekki langt undan, um það bil 7 húslengdum utar eða á Njálsgötu 10a. Hundrað fjörtíu og þrjú skref, þetta er ekki löng leið og þó. Þarna varð til lítil ástarsaga, enn eru þau að bæta við hana, tæpum sextíu árum síðar.