Anna María Lind Geirsdóttir

Staðsetning: Urðarstígur 7

Verkið "Örlagavefur" var unnið veturinn 2008-09, hrunveturinn mikla. Haustið 2008 lauk ég við verk sem heitir Völvan og Ragnarök en þegar það var sýnt hrundi loftkastalinn Ísland. Örlagavefinn vann ég í koti á Álftanesinu þar sem ég skoðaði Darraðarljóð og önnur rit sem fjalla um valkyrjurnar. Valkyrjurnar voru dauðinn í orrustum og völdu þá sem falla skyldu hverju sinni. Í Darraðarljóðum hittast þær í dyngju einni, setja uppistöðu í vefstaðinn og ívafið er markar örlög hvers manns. Sama gildir um Örlagavefinn minn, hann er bara uppistaða en ívafið er lífið sjálft. Það er ekki tilviljun að honum var valinn staður á Urðarstíg, en Urðarbrunnur var brunnur örlaganna. Það verður spennandi að sjá hver örlög "Örlagavefsins" verða úti hjá veðurguðunum þetta sumar.

Handpunnið ullarband, rakið í spjaldvef.

The work "Warp of Fate" was made during the winter 2008-09 the great winter of collapse in Iceland. In the autumn of 2008 I finished and exhibited a work called the Seeress and Ragnarok and the Icelandic hornets' nest collapsed. The Warp of Fate was made in a cottage on the Álftanes peninsula. I was studying Darrada poems and other scripts about the valkyries. Valkyries were death and were the ones who chose who would be slain in warfare. In the Darrada poem they meet in a dean, put a warp in the loom and the weft marks the fate of each man. The same applies for my Warp of Fate, it is the warp but the weft is life itself. It is no coincidence that it is now situated at Urðarstígur but Urðarbrunnur was and is the well of fate. It will be interesting to see what the fate of the Warp of Fate will be out in the force of weather this summer.

Handspun woolen thread, warped in tabletweaving.