Þórdís Alda Sigurðardóttir

Staðsetning: Skólavörðustíg 16 (Óðinsgötumegin) / Skólavörðustíg 38

Gamli Bærinn, 101 RVK.

Höf: Þórdís Alda Sigurðardóttir / 2013

Einu sinni var sveitabær sem síðar var rifinn ... fyrir löngu.

Á mörkum veruleika, drauma og minninga stendur Gamli Bærinn ennþá í grænni hlíð með útsýni til jökulsins, áður undir berum himni, nú sem módel undir þaki í 101 Reykjavík.

Módelinu af Gamla bænum var ætlað að standa úti á stöpli en stendur nú annars staðar og Gamli bærinn er ekki heldur á sínum upprunalega stað, því hann endaði að hluta til í öðru húsi. Gamli bærinn var rifinn af sínum stað, það sama gæti hent módel á stöpli í miðbæ Reykjavíkur. Stöpullinn mun því standa án módels en á honum verða upplýsingar.

Verkið er í tvennu lagi módel og stöpull .

Módelið er hjá Fiðluviðgerð Jónas R. Jónsson Skólavörðustíg 16 ( Óðinsgötumegin) en stöpullinn stendur fyrir framan hús Eggerts feldskera á Skólavörðustíg 38

Smíði módels: Árni Þ.Sigurðsson

The Old Farm, 101 Reykjavík.
By Þórdís Alda Sigurðardóttir / 2013

There once was a farmhouse that later was torn down ... long ago.

At the boundary of reality, dreams and memories The Old Farm still stands on the green hillside, with a view of the glacier, once under a clear sky but now as a model, indoors, in downtown Reykjavík.

The model of The Old Farm was intended to be placed on a pedestal but is elsewhere. The Old Farm, too, is elsewhere, having been reused in part for another house. The Old Farm was torn down and the same could happen to the model if it was left outside on a pedestal in downtown Reykjavík. Therefore, only the pedestal will be standing and there you will find some information.

The model is now in the window of Fiðluviðgerðir Jónas R. Jónsson in Skólavörðustígur 16, enterance from Óðinsgata

Model construction: Árni Þ. Sigurðsson
Translation: Jón Proppé