Valgerður Bergsdóttir

Staðsetning: Freyjug.29-33

Tími / Ummyndun.
10 milljón ára gamall steingervingur af 500 ára gömlu tré. Fundið í Króksfirði á Vestfjörðum. Í vörslu Náttúrufræðistofnunnar. (Ljósm.: Vigfús Birgisson.)
(Time / Metaphor.)
(A fossil 10 million years old found in the Westfjords. Icelandic Institute of Natural History. (Photo Vigfús Birgisson).)


Í grein sinni „Í merkingarskyni“ greinir franski heimspekingurinn Jean-Luc Nancy frá því sem hann nefnir að byggja upp, að setja saman, það sem gerir skipan. Þetta gerist gegnum miðlun: hugsunar eða skyn – skynbragðs og færni til að byggja upp heimsmynd:
„Þetta „skyn“ er sjálft endalaus tilraun: það er tilraun til að opna nýjan heim, að miðla heimi, ef svo má segja, við síbreytilegar aðstæður sökum þess sem gerist í heiminum sjálfum. [...]. Tími okkar tákngerir með heimi sem hnignar eða er í burðarliðnum.“(Sjá Nancy, bls. 15. Sjónarmið. Á mótum myndlistar og heimspeki. Listas. Rvk., 2011.)