Sara og Svanhildur Vilbergsdætur

Staðsetning: Skólavörðustígur 35

Homage to Sólon í Slunkaríki

Sólon Guðmundsson (1860-1931) var verkamaður og furðuskáld á Ísafirði, einsetukarl og kostulegur í háttum og var hann kenndur við bæ sinn, Slunkaríki. Á efri árum reisti hann sér skúr, þar sem allt skyldi snúa öfugt við hið hefðbundna; bárujárnið innan dyra og veggfóðrið utan á húsinu. Inntur eftir ástæðunni svaraði Sólon: "Veggfóður er til skrauts, elska, og þess vegna er sjálfsagt að hafa það þar sem flestir hafa gaman af því." Sólon féll frá áður en byggingin var fullgerð.

Lesa má meira um Sólon m.a. í bók Þórbergs Þórðarssonar "Íslenskum aðli", og í grein um Sólon, sem birtist í ársriti Sögufélags Ísfirðinga árið 2001. Að lokum koma hér þrjár af skrítlum Sólons, en sjálfur kallaði hann vísur sínar skrítlur:

Alalína dansar fíra
á bumbulpé.
Lurinn dansar
og stígur sína korn.

Ein er Gróa allra mest á Ísalandi.
Hennar mikli meydómur
geislar hana alla.

Undur er að slíkum manni,
sem sagar járn og lóðar rör.
Dvergar hafa ugglaust blásið
feiknavisku í nasastofurnar.

Homage to Sólon í Slunkaríki

Sólon Guðmundsson (1860-1931) was a worker and eccentric poet in Isafjordur, a hermit and peculiar in his ways, named after his house, Slunkaríki. In his later years he built a hut, where everything was to be opposed to the traditional, the corrugated iron on the inside and the wallpaper on the outside.

Asked why, Sólon answered: "Wallpaper is for decoration, dearest, and therefore it´s sensible to have it where most people can enjoy it." Sólon died before the construction was completed. Here is one of many poems Sólon made (in icelandic):

Alalína dansar fíra
á bumbulpé.
Lurinn dansar
og stígur sína korn.