Ólöf Nordal

Staðsetning: Njarðargata 30

Hljóðverk.

Að halda hænur er sjálfbært og vistvænt. Þær éta skordýr og fræ úr gaðinum og alla matarafganga sem til falla á heimilinu. Í staðin dreifa þær áburði um garðinn svo allt vex og dafnar og gefa okkur dýrðleg egg. Húsdýr voru fyrir ekki svo löngu hluti af borgarlandslaginu. Hænur voru í bakgörðum og hestar í túnum. Í húsinu sem ég bý í voru kindur í garðinum allt undir 1980. Sú minning var kveikjan að verkinu Hanagal.

Verkið samanstendur af fjórum hænum og einum hana. Dýrin eru ekki sjálf til sýnis, en það má hlusta á þau við garðsvegginn.

Það er sannað að nálægð við dýr hefur góð áhrif á mannssálina. Nágrannarnir eru yfir sig kátir með nýju nágrannana og hanagalið gefur lifandi hljóðmynd í umhverfið.

Verkið stendur yfir frá 25.maí – 2.júní.