Málfríður Aðalsteinsdóttir

Staðsetning: Hallargarður

Snyrta, klippa og skera

Gerð verksins tilheyrir önnum vorsinn, þá þarf að klippa og skera tré og runna og búa í haginn fyrir vöxt sumarsins.

Á göngum mínum um skóga Noregs (þar sem ég bý) þá nýti ég mér efnivið náttúrunnar til þess að merkja mér leið á skógarstígum, flétta saman greinar trésins eða geri hring úr greinum og steinum.

Hér hef ég snyrt, skorið og lagað úr sér vaxin tré og runna, og nýtt það sem til féll í skúlptúr sem ég bind og festi niður svo hann fjúki ekki út í veður og vind í fyrsta rokinu.

Mikilvægur þáttur verksins felst í notagyldi framkvæmdarinnar. Verkið er unnið í samvinnu við Umhverfissvið Reykjavíkurborgar.