Ingibjörg Hauksdóttir

Staðsetning: Þingholtsstræti 13

Við Þingholtsstræti 13 er afar fallegur garður sem ber þess greinileg merki að eigandi hans hafi varið þar mörgum stundum. Um þennan garð er hugsað af þvílíkri natni og alúð að leitun er að öðru eins. Því langar mig að varða þennan einstaka garð, fá fólk til að staldra við, skynja og njóta.