1961

Af bergi brotinn

Skólavörðustígur 16

60

Laufey Jensdóttir er fædd í Reykjavík 1961. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2002 og Diplómapróf í kennslufræði (art education) 2003 frá sama skóla.

Laufey hefur sérhæft sig í leirlist en aðrir miðlar eru henni einnig hugfólgnir. Í verkum sínum hefur hún einbeitt sér að því að láta fjölbreytileikann vera ríkjandi auk þess að “leggja á borð” hugrenningar sínar á málefnum líðandi stundar. Hráleiki efnisins, óregla, magn og mergð ásamt því að tefla saman ólíkum efnum, vera pínulítið væmin og ögrandi er eitthvað sem jafnframt er vert að kljást við í hennar huga.

Hún er mjög ófyrirsjánleg í verkum sínum en með því nær hún að halda uppi spennu og forvitni áhorfandans. Laufey starfar sem myndlistarkennari og rekur vinnustofu að Garðatorgi 1 í Garðabæ. Hún hefur haldið einkasýningar og einnig tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis.

Laufey hefur verið frumkvöðull að grasrótarstarfi myndlistarmanna í sínum heimabæ Garðabæ og er einn stofnenda Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ. Eitt af árlegum verkefnum félagsins er Jónsmessugleðin sem er menningarhátíð í Garðabæ sem verður nú í ár haldin í fimmta sinn. Þetta er afrakstur hugmyndar hennar um að myndlistamenn sýndu verk sín utandyra á Jónsmessunni og fengju aðra listamenn til liðs við sig til að gera hverja hátíð sem eftirminnilegasta undir kjörorðum Jónsmessugleðinnar „Gefum, gleðjum og njótum“.

Árið 2009 var Laufey útnefnd Bæjarlistamaður Garðabæjar.

Laufey graduated with a BA degree from the Iceland Academy of the Arts in 2002. She specializes in ceramics but is also interested in other media. In her work she focuses on diversity as well as putting forth her own contemplations regarding current affairs. The material's rawness, irregularity, quantity and multitude along with combining different materials, being a little sentimental and provocative is something Laufey considers worth tackling. She keeps the viewer intrigued by maintaining a level of unpredictability in her work.

Laufey teaches art at elementary school and runs a workshop at Garðatorg 1 in Garðabær. She has held many individual exhibitions besides taking part in several group exhibitions home and abroad.

Laufey has been a pioneer in promoting art and artists in her hometown and she is a co-founder of Gróska Artgroup in Garðabær. One of Gróska‘s annual events is the „Jónsmessugleði“, a cultural festival held in Garðabær for the fifth time this year. This festival is built on Laufey‘s conception of outdoor exhibiting along with planned events of different artforms to make every festival memorable under the slogan „Give, delight and enjoy“

In 2009, Laufey received a grant from Garðabær along with the title „Town Artist of 2009“