Eygló Benediktsdóttir - Eilíf Lauf

Á laugardaginn kemur munu fimm listamenn sem taka þátt í sýningunni Undir Berum Himni leiða litla gönguferð og segja frá verkum sínum á sýningunni.

Gangan byrjar kl 14:00 að Kárastíg 1, við Kaffismiðjuna, þar sem Rakel Steinarsdóttir segir frá verki sínu Ástarsaga - gengið síðan að verki Eyglóar Benediktsdóttur, Eilíf Lauf og að verki Ragnhildar Stefánsdóttur, Afstaða.

Þaðan er farið að að verki Áslaugar Thorlacius, Baula og loks lýkur göngunni við Uppsprettu, verk Ásu Hauksdóttur.

Á hverjum laugardegi í sumar verða nokkrir þeirra rúmlega 100 listamanna sem taka þátt í sýningunni Undir Berum Himni við verk sín og ræða um þau við gesti og gangandi. Hægt er að nálgast sýningarskrá/kort þar sem sést hvar öll verkin er að finna á söfunum á svæðinu og á kaffihúsum og hótelum í Þingholtunum, auk þess má finna gagnvirkt kort hér á vefnum

Laugardaginn 22. júní munu Guðrún Kristjánsdóttir, Magnea Ásmundsdóttir og Þór Elís Pálsson kynna verk sín.

 • 14.00 - 14.30

  Guðrún Kristjánsdóttir verður við verk sitt Götur Guðanna, Fjölskyldutengsl guðanna í hverfinu, að Nönnugötu 4 við Baldurstorg.

 • 14:30 til 15:00

  Magnea Ásmunds verður við verk sitt Græn Spor, að Baldursgötu 14 við Baldurstorg.

 • 15:15

  Þór Elís Pálsson Gönguljóð. Ljóðaflutningur, Þór Elís tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið á opnunardaginn og hittir okkur á horni Baldursgötu og Laufásvegar klukkan 15:15.

G.ERLA (Guðrún Erla Geirsdóttir) sýningastjóri Undir Berum Himni var tekin tali í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í síðustu viku.

Fræddi G.ERLA hlustendur um sýninguna og sagði frá viðburðum henni tengdri.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni á vef Rásar 2.

Á vefnum okkar er aðgengileg rafræn sýningaskrá og kort. Við vekjum athygli á að vefurinn er svokallaður snjallvefur (e. responsive website), þ.e. hann aðlagast að mismunandi skjástærðum og ætti því að koma vel út í handtækjum á borð við snjallsímum og spjaldtölvum fyrir þá sem vilja fræðast um verkin og finna þau undir berum himni.

Fyrir þá sem vilja heldur prentaða sýningaskrá og kort má m.a. finna slíkt á eftirfarandi stöðum:

Upplýsingamiðstöðvar
 • Íslenskur Ferðamarkaður - Bankastræti 2
 • Tourist Information Centre Reykjavík - Aðalstræti 2
Söfn
 • Listasafni Íslands - Fríkirkjuvegi 7
 • Listasafni Einars Jónssonar - Eiríksvegi
 • Listasafn ASÍ - Freyjugötu 41
 • Borgarbókasafn - Tryggvagötu 15
Kaffihús
 • Kaffi Loki - Lokastíg 28
 • C-for Cookies - Týsgötu 8
 • 3 Frakkar - Baldursgötu 14
 • Babalú - Skólavörðustíg 22
Hótel
 • Hótel Holt - Bergstaðastræti 37
 • Hótel Óðinsvé - Þórsgötu 1
 • Hallgrímskirkju - Hallgrímstorgi 1

Á hverjum laugardegi í sumar verða nokkrir þeirra rúmlega 100 listamanna sem taka þátt í sýningunni Undir Berum Himni við verk sín og ræða um þau við gesti og gangandi. Hægt er að nálgast sýningarskrá/kort þar sem sést hvar öll verkin er að finna á söfunum á svæðinu og á kaffihúsum og hótelum í Þingholtunum, auk þess má finna gagnvirkt kort hér á vefnum

Laugardaginn 15. júní verða það Guðrún Nielsen, Helga Óskarsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir og Sigrún Eldjárn sem fræða um verk sín.