Undir Berum Himni er útisýning nær eitt hundrað innlendra og erlendra listamanna í almannarýminu í Þingholtunum og Skólavörðuholtinu. Sýningin spannar þverskurð af íslensku listalífi og býður ein­stakt tækifæri til að berja augum afurðir margra af þekktari mynd­list­ar­mönnum þjóð­ar­innar og nokkurra sem eru að stíga fyrstu skrefin á grýttri braut listarinnar.

Hér má skyggnast inn í marg­breyti­legan heim nútíma­lista, enda koma lista­menn­irnir úr öllum geirum mynd­list­ar­innar og fæstir sýna venjulega undir berum himni. Aldrei hafa fleiri mynd­list­armenn sýnt saman á úti­sýningu hér á landi.

Prentaða sýningaskrá og kort má nálgast hér og þar í miðbænum

Upplýsingar

Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2013, styrkt af Reykjavíkurborg og unnin í samstarfi við Nýló.

Sýningastjóri
G.ERLA – Guðrún Erla Geirsdóttir

Samstarfsaðilar

An outdoor art exhibition of more than 100 artists, Under the Open Sky provides a unique opportunity to see the works of some of Iceland’s best known, as well as emerging artists. The exhibition takes place in public spaces and private gardens in the center of Reykjavík and the artworks range from sculptures to paintings, performances and graffiti, giving a good overview of the diversity of Reykjavík’s contemporary art scene.

Information

The exhibition is part of the Reykjavík Arts Festival 2013, supported by the city of Reykjavík and in collaboration with Nýló.

Curator
G.ERLA – Guðrún Erla Geirsdóttir

Partners